Velkomin á vef Gaia ehf.

Lausnin liggur í loftinu…

Lyktareyðing – O3

Gaia ehf. selur og þjónustar ósonframleiðslubúnað en óson má nota til að minnka lykt frá iðnaði, eins og fiskþurrkun. Ósonið er þá sett inn í loftstrauma í og frá framleiðsluferlinu.

Sótthreinsun – O3

Með ósoni er hægt að drepa óæskileg efni sem koma frá seiru úr rotþróarkerfum. Einnig má nota óson til að sótthreinsa ýmsan búnað tengdum matvælaiðnaði. Óson er einnig viða notað í endurnýtingarferli á vatni í fiskeldi ásamt því að drepa ýmsa gerla og veirur í inntaksvatni fiskelda

Súrefni – O2

Gaia ehf. selur súrefnisframleiðslukerfi, mælibúnað, eftirlitskerfi o.fl. í tengslum við fiskeldi. Með þessum búnaði geta fiskeldi framleitt sitt eigið súrefni á staðnum og sparað leigu búnaði, flutning og kaup á fljótandi súrefni. Hreinleiki á súrefninu er 90% en hægt er að fara hærra, og þá minnkar afkastageta búnaðarins. Staðlaður útþrýstingur er 5 bör en hægt er að fara upp í 200 bör með aukabúnaðiGaia ehf. selur súrefnisframleiðslukerfi, mælibúnað, eftirlitskerfi o.fl. í tengslum við fiskeldi. Með þessum búnaði geta fiskeldi framleitt sitt eigið súrefni á staðnum og sparað leigu búnaði, flutning og kaup á fljótandi súrefni. Hreinleiki á súrefninu er 90% en hægt er að fara hærra, og þá minnkar afkastageta búnaðarins. Staðlaður útþrýstingur er 5 bör en hægt er að fara upp í 200 bör með aukabúnaði.

Köfnunarefni – N

Gaia ehf. selur og þjónustar búnað sem framleiðir köfnunarefni á staðnum úr (þjöppuðu) andrúmslofti. Með því sparast miklir  fjármunir í leigu á búnaði, flutningskostnað og kaup á hverju kg. af köfnunarefni. Mjög lágur viðhaldskostnaður er á þessum búnaði og orkuþörfin frá 0,34kW pr. framleiddan Nm3/klst. Hreinleiki á köfnunarefninu er 99,5% en hægt er að fara mun hærra, og þá minnkar afkastageta búnaðarins. Staðlaður útþrýstingur er 5 bör en hægt er að fara upp í 200 bör með aukabúnaði. Einnig er hægt að fá eftirlitskerfi sem fylgist með framleiðslu og hreinleika köfnunarefnisins.

adminVelkomin á vef Gaia ehf.