Lausnir

Súrefni

Súrefni

Gaia ehf. selur súrefnis- framleiðslukerfi, mælibúnað, eftirlitskerfi o.fl. í tengslum við fiskeldi. Með þessum búnaði geta fiskeldi framleitt sitt eigið súrefni á staðnum og sparað leigu búnaði, flutning og kaup á fljótandi súrefni. Hreinleiki á súrefninu er 90% en hægt er að fara hærra, og þá minnkar afkastageta búnaðarins.

Staðlaður útþrýstingur er 5 bör en hægt er að fara upp í 200 bör með aukabúnaði. Gaia ehf. selur súrefnisframleiðslukerfi, mælibúnað, eftirlitskerfi o.fl. í tengslum við fiskeldi. Með þessum búnaði geta fiskeldi framleitt sitt eigið súrefni á staðnum og sparað leigu búnaði, flutning og kaup á fljótandi súrefni. Hreinleiki á súrefninu er 90% en hægt er að fara hærra, og þá minnkar afkastageta búnaðarins.

Staðlaður útþrýstingur er 5 bör en hægt er að fara upp í 200 bör með aukabúnaði.

Lyktareyðing

Lyktareyðing

Gaia ehf. selur og þjónustar ósonframleiðslubúnað en óson má nota til að minnka lykt frá iðnaði, eins og fiskþurrkun. Ósonið er þá sett inn í loftstrauma í og frá framleiðsluferlinu.

Sótthreinsun

Sótthreinsun

Með ósoni er hægt að drepa óæskileg efni sem koma frá seiru úr rotþróarkerfum. Einnig má nota óson til að sótthreinsa ýmsan búnað tengdum matvælaiðnaði.

Óson er einnig viða notað í endurnýtingarferli á vatni í fiskeldi ásamt því að drepa ýmsa gerla og veirur í inntaksvatni fiskelda.

Köfnunarefni

Köfnunarefni

Gaia ehf. selur og þjónustar búnað sem framleiðir köfnunarefni á staðnum úr (þjöppuðu) andrúmslofti. Með því sparast miklir  fjármunir í leigu á búnaði, flutningskostnað og kaup á hverju kg. af köfnunarefni.

Mjög lágur viðhaldskostnaður er á þessum búnaði og orkuþörfin frá 0,34kW pr. framleiddan Nm3/klst. Hreinleiki á köfnunarefninu er 99,5% en hægt er að fara mun hærra, og þá minnkar afkastageta búnaðarins. Staðlaður útþrýstingur er 5 bör en hægt er að fara upp í 200 bör með aukabúnaði. Einnig er hægt að fá eftirlitskerfi sem fylgist með framleiðslu og hreinleika köfnunarefnisins


Einblöðungur

Einblöðungur um súrefnis- og ósonlausnir Gaia ehf.

adminLausnir