Óson – O3

Fiskþurrkanir taka í notkun nýjan ósonbúnað frá Gaia:

Slegið á lyktina frá fiskþurrkunum í Garði

ÁNesfiskur dögunum tóku tvö fiskþurrkunarfyrirtæki í Garði, Nesfiskur og Fiskþurrkun Rafns Guðbergssonar, í notkun nýjan ósonbúnað fiskverkunfrá umhverfislausnafyrirtækinu Gaia ehf. Honum er ætlað að draga úr lyktarmengun sem fylgir fiskþurrkun en góður árangur er af hliðstæðum búnaði sem Gaia setti upp í fiskþurrkun GPG á Húsavík í byrjun árs. Það var fyrsta verkefni Gaia. „Það má segja að við séum þessa dagana með þrjú verkefni í gangi; þ.e. að gangsetja kerfin tvö í Garði og víkka kerfið enn frekar út hjá GPG á Húsavík. Þessari lausn okkar hefur því verið vel tekið á markaðnum,“ segir Kristján Pétur Hilmarsson, sölu- og markaðsstjóri Gaia ehf. en fyrirtækinu var hleypt af stokkunum á síðasta ári.

Lyktin minnkaði strax á fyrsta degi

„Það eru bara örfáir dagar frá því við settum kerfið í gang en við finnum mikinn mun. Þetta er að virka,“ segir Bergur Þór Eggertsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Nesfisks í Garði, aðspurður um reynsluna af kerfinu. Hann segir lyktarmengun frá fiskþurrkunum hafa verið viðvarandi vandamál og langþráð að ná árangri í baráttu við hana. „Þetta hefur verið vandamál alls staðar þar sem fiskþurrkanir eru á landinu og margir hafa krafist þess að fiskþurrkanir yrðu færðar út úr þéttbýliskjörnunum. Víðast hvar hefur íbúðabyggð verið að færast nær þessum fyrirtækjum og í kjölfarið aukist kröfur um að færa þau eitthvað annað. Það er því mikið fagnaðarefni fyrir okkur að ná árangri í því að draga úr lyktinni með þessum búnaði,“ segir Bergur Þór.

Umhverfisvænt og einfalt

Kerfið frá Gaia er byggt upp á súrefnisframleiðslukerfi og ósontæki og þar af leiðandi krefst kerfið ekki annars en tengingar við vatn og rafmagn. „Kerfið byggist á því að við blöndum ósoni í loftstrauma í og frá framleiðsluferlinu. Við komum búnaðinum fyrir á mismunandi stigum framleiðsluferlisins og vöktum síðan allt ferlið með tilheyrandi skynjurum og stýribúnaði. Ósonið er umhverfisvænt, sótthreinsandi og hefur engin áhrif á framleiðsluvörurnar en reynslan sýnir nú þegar hversu öflugt þetta kerfi okkar er í baráttunni við lyktarmengun í fiskþurrkun, sem víða hefur verið vandamál þar sem um mikla nálægð við byggð er að ræða. Við sjáum möguleika í notkun á kerfinu víðar í sjávarútvegi og öðrum matvælaiðnaði – í raun alls staðar þar sem mikil lykt fylgir starfsemi fyrirtækja. Þetta er umhverfisvæn lausn sem ekki útheimtir nein hráefni og þar með rekstrarkostnað,“ segir Kristján Pétur.

Grein úr blaðinu „Sóknarfæri – Frumkvæði og fagmennska í íslenskum sjávarútvegi“, September 2012

 

 


 

Bylting í baráttunni við lyktarmengun frá fiskvinnslum

gpglogo„Í stuttu máli má segja að bylting hafi orðið hjá okkur með þessum búnaði. Fiskþurrkun er auðvitað aldrei fullkomlega lyktarlaus en eftir að ósonbúnaðurinn frá Gaia var kominn í fullan gang hjá okkur í haust þá dró mikið úr lyktinni, bæði innan húss og utan. Þetta skiptir miklu máli fyrir umhverfi okkar en ekki síður er það mikilvægt að geta dregið úr lykt fyrir starfsfólkið hér innandyra. Mér er óhætt að segja að vel hafi tekist til í þessu verkefni,“ segir Gunnlaugur Hreinsson, framkvæmdastjóri GPG fiskverkunar á Húsavík en fyrirtækið var það fyrsta sem tók í notkun ósonbúnað frá íslenska umhverfislausnafyrirtækinu Gaia ehf. sem stofnað var síðla árs 2011.

Eins og hvítt og svart

Gunnlaugur Hreinsson hjá GPG segir umræðuna um lyktarmengun frá fiskþurrkunum undirstrika mikilvægi þess að draga úr lyktinni sem frekast er kostur. „Lyktin er misjafnlega mikil eftir gæðum hráefnisins hverju sinni en síðan er með ósonkerfum hægt að draga úr henni. Við höfum haft ósonkerfi hér hjá okkur um árabil sem orðið var knýjandi að endurnýja en samanburðurinn á lyktinni núna og áður en við fengum nýja kerfið er eins og hvítt og svart. Auk þess að takast á við lyktina nýtum við ósonkerfið til keraþvotta og í annað þvottavatn,“ segir hann.

Að sögn Kristjáns Péturs hjá Gaia er ætlunin að markaðssetja þessa lausn sérstaklega fyrir sjávarútveginn.

„Jú, við sjáum þörf og tækifæri í sjávarútveginum. Bæði vegna þess hversu öflugt ósonið er til að takast á við bakteríur og ekki síður í baráttunni við lyktarmengunina. Stundum hefur þessi lykt verið nefnd peningalyktin í sjávarplássunum og við getum hjálpað til við að draga úr óþægindum vegna hennar á nærliggjandi byggð,“ segir hann.

Grein úr blaðinu „Ægi – Tímarit um sjávarútveg í 100 ár“, 105. árg.-1. tbl. 2012

adminÓson – O3